Nákvæmnisakstur
Nákvæmnisakstur er íslenska orðið yfir ensku orðin “regularity rally” en þar er átt við að allur akstur í keppninni er fyrirfram skipulagður og ákveðið hvaða leið er farin og á hvaða hraða ekið er á keppnisleiðum.
Sparaksturinn í þessari keppni er ekki eiginlegur sparakstur heldur er eyðsla borin saman við uppgefna eyðslu framleiðanda ökutækisins.
Engar sérstakar kröfur eru um útbúnað bifreiða aðrar en þær séu knúnar rafmagni eða vetni og hafi gilda skoðun. Þannig að það þetta er tilvalin keppni fyrir alla sem vilja fara í bíltúr, en taka um leið þátt í ævintýri, keppa ekki aðeins í Íslandsmóti heldur og í heimsmeistarakeppni.
Til að útskýrar þetta betur þarf að byrja á grunninum. Nákvæmnisakstur (e. regularity rally) er aksturskeppni þar sem skiptast á keppnisleiðir, ferjuleiðir og biðsvæði (e. Parc Fermé).
Biðsvæðin eru eins og nafnið gefur til kynna svæði þar sem ökutæki eru geymd á aðkomu ökumanna, til dæmis yfir nóttu, í hléum eða annars staðar sem dagskrá segir til um. Áhöfn ökutækis má ekki fara í það á meðan það er á biðsvæðinu.
Ferjuleið er sú leið sem ekin er milli keppnisleiða. Á ferjuleið skal farið eftir umferðarreglum, þar með talið hámarkshraða, en hraði er ekki tilgreindur sérstaklega.
Á keppnisleiðum er tilgetinn meðalhraði sem ökutækið skal ekið á og honum breytt til samræmis við aðstæður, en hann er þó ávallt innan hámarkshraða. Leiðarbók (sjá síðar) lýsir leiðinni og hvenær hraðabreyting er. Tími er mældur frá upphafi keppnisleiðar að punktum á leiðinni. Vitað er hvar þessir punktar eru og hvenær ökutækið ætti að vera komið þangað. Frávik á milli raunverulegs tíma á einhverjum stað frá útreiknaða tímanum er refsingin. Því minni munur því minni refsing og því betra.

Eins og áður sagði þá er gefin út leiðarbók sem lýsir því hvert á að aka. Hér til vinstri er fyrsta blaðsíða í leiðarbók þar sem fyrsta línan sýnir þegar komið er út af bílastæðinu sunnan við Austurver. Þar er beygt til hægri (suðurs) inná Háaleitisbraut.
Næsta lína sýnir að tekin er U beygja á ljósunum við Brekkugerði / Listabraut er ekið norður Háaleitisbraut. Næsta lína er síðan ljósin við hinn endann á Austurveri.
Dálkur tvö sýnir vegalengd frá upphafi (eða þegar beðið er um að hann sé núllstilltur) næsti hve langt er á milli. Síðasti dálkurinn sýnir síðan fjarlægðina þar sem ferjuleiðin endar.
Í haus er að finna ýmsar upplýsingar, en þær veigamestu eru milli hvaða staða verið er að fara, hve löng þessi leið er, meðalhraðann og hve langan tíma áhöfnin hefur til að komast.

Þegar komið er að keppnisleiðum þá breytist aðeins útlitið á leiðarbókinni eins og sést hér til hægri. Fjöldi lína er meiri á keppnisleiðum heldur en á ferjuleiðum. Yfirleitt er miðað við að það séu kringum 200 – 300m milli lína, sem þó getur það verið þéttara, eins og hér er sýnt.
Blaðsíðan hér til hægri er tekin úr Leiðarbók til þjálfunar í nákvæmnisakstri, sem hægt er að nálgast neðst á þessari síðu.
Leiðin hefst á Hraunsholtsbraut í Garðabæ við sjötta ljósastaurinn frá hringtorgi Vífilsstaðavegar og Hraunsholtsbrautar.
Meðalhraðinn sem aka á á í upphafi er þarna sýndur í þriðja dálki sem 25 km/klst. Þannig að þegar komið að hringtorgi í þriðju línu ættu að vera liðin 1:09,1 mín. og í fjórðu línu 1:35,0 mín frá því lagt var af stað.
Hafi ökutæki komið á staðinn í fjórðu línu eftir 1:35,1 mín. þá hefði áhöfnin fengið 100 refsipunkta, sem er sama refsing og hefði ökutækið komið á eftir 1:34,9 mín. Allar refsingar eru síðan lagðar saman og sú áhöfn sem er með lægstu heildar refsinguna vinnur nákvæmnisaksturinn. Þetta virðist einfalt, en getur verið snúið.
Sparakstur
Eins og áður sagði þá er sparaksturinn í þessari keppni er ekki eiginlegur sparakstur heldur er eyðsla borin saman við uppgefna eyðslu framleiðanda ökutækisins. Þannig er eyðsla ökutækis mæld í kW/100km deilt í þá eyðslutölu er framleiðandi gefur upp og lægsta hlutfallið vinnur.
Gott dæmi er að segja að tvö eins ökutæki séu frá sama framleiðanda í keppninni, ökutæki A og B. Eyðsla þessarar ákveðnu tegundar ökutækis samkvæmt framleiðanda væri gefið upp sem 14,70 kW/100km, en eyðsla ökutækis A í keppninni væri 15,04 og ökutækis B 14,65. Hlutfallið fyrir ökutæki A væri þá 1,02313 og fyrir ökutæki B væri hlutfallið 0,99660. Ökutæki B bæri því sigurorð af hinu.
Leiðarbók til þjálfunar í nákvæmnisakstri
Viljir þú prófa svona keppni þá getur þú hlaðið niður leiðarbók sem er sérstaklega gerð til að gefa fyrirhuguðum keppendum tækifæri til að prófa þessa grein akstursíþrótta.
Vinsamlega smellið á myndina af forsíðu leiðarbókar til þjálfunar í nákvæmisakstri til að ná í hana.
Regularity rally
A regularity rally, also called time-speed-distance or TSD rally, is a type of motorsport rally with the object of driving each segment of a course in a specified time at a specified average speed. The rally is usually conducted on public roads and is always conducted within the traffic law.
The eco part of EcoRally Iceland is not strictly a power consumption measurement, it compares the manufacturer’s consuption figures with the one the competitor achives.
There are no special requirements done as to the vehilces competing in EcoRally Iceland othar than being either electric or hydrogen powered and have a current MOT. This is thus an ideal competition to get to know motorsport and at the same time seeing the countryside with family or friend. It, of course, does no harm the competition is also the Icelandic Championship for EcoRally as well as a round in the Bridgestone FIA EcoRally Cup.
To explain this a little bit further the regularity rally is
Til að útskýrar þetta betur þarf að byrja á grunninum. Nákvæmnisakstur (e. regularity rally) er aksturskeppni þar sem skiptast á keppnisleiðir, ferjuleiðir og biðsvæði (e. Parc Fermé).
Biðsvæðin eru eins og nafnið gefur til kynna svæði þar sem ökutæki eru geymd á aðkomu ökumanna, til dæmis yfir nóttu, í hléum eða annars staðar sem dagskrá segir til um. Áhöfn ökutækis má ekki fara í það á meðan það er á biðsvæðinu.
Ferjuleið er sú leið sem ekin er milli keppnisleiða. Á ferjuleið skal farið eftir umferðarreglum, þar með talið hámarkshraða, en hraði er ekki tilgreindur sérstaklega.
Á keppnisleiðum er tilgetinn meðalhraði sem ökutækið skal ekið á og honum breytt til samræmis við aðstæður, en hann er þó ávallt innan hámarkshraða. Leiðarbók (sjá síðar) lýsir leiðinni og hvenær hraðabreyting er. Tími er mældur frá upphafi keppnisleiðar að punktum á leiðinni. Vitað er hvar þessir punktar eru og hvenær ökutækið ætti að vera komið þangað. Frávik á milli raunverulegs tíma á einhverjum stað frá útreiknaða tímanum er refsingin. Því minni munur því minni refsing og því betra.